Þyrluflug á Sjómannadaginn

Viking Heliskiing býður uppá útsýnisflug á þyrlu laugardaginn 2. júní milli klukkan 15:00 og 17:00 í Ólafsfirði. Þyrlan verður staðsett við túnið neðan við íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði. Verð er 15.000 kr. á mann og miðast það við 5 manns í þyrlu. Flugið tekur um 10 mínútur en á þeim tíma er flogið yfir stóran hluta af Tröllaskaganum. Áhugasamir geta pantað flug á info@vikingheliskiing.com eða í síma 8479039.