Þyrla sótti slasaðan vélsleðamann á Lágheiði

Rétt fyrir klukkan hálftvö í dag fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um vélsleðaslys Tröllskaga nálægt Lágheiði og væri um einn slasaðan aðila að ræða. Viðbragðsaðilar á svæðinu voru ræstir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Þá var aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri.
Um klukkustund síðar voru sjúkraflutninga- , björgunarsveitar- og lögreglumenn komnir á vettvang.
Þyrla LHG kom skömmu síðar og var hinn slasaði hífður upp í hana og flaug hún með hann á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Um tildrög slyssins eða ástand hins slasaða er ekki vitað að svo stöddu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Myndin tengist ekki fréttinni.