Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í byrjun vikunnar vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi úti fyrir Eyjafirði

Seint á mánudagskvöld hafði skipstjóri skemmtiferðaskipsins Aurora sem var þá statt um 25 sjómílur frá Grímsey samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna veikinda eins farþegans um borð í skipinu. Áhöfnin á TF-GNA var kölluð út til að koma farþeganum á sjúkrahús í landi.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var búið að hífa farþega skemmtiferðaskipsins um borð í TF-GNA og var haldið með hann á sjúkrahúsið á Akureyri.