Andrésar andar leikarnir fór fram 19.-22. apríl í Hlíðarfjalli á Akureyri og er talið að allt að 3.000 gestir væru á Akureyri af því tilefni.

Andrésarleikarnir eru stærsta skíðamót landsins með yfir 800 keppendur á aldrinum 4-15 ára ár hvert. Þeim fylgja þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 3.000 manns sæki leikana með einum eða öðrum hætti.

Keppendur koma frá 15 félögum á Íslandi. Flestir koma frá heimamönnum í Skíðafélagi Akureyrar eða 131 keppandi, en Ármann/Fram eru næst fjölmennastir með 97 þátttakendur. Í ár tekur metfjöldi þátt í skíðagöngu og eru 144 börn skráð þar til leiks. Þátttakendur í Alpagreinum eru 606 og 78 taka þátt í snjóbrettagreinum. Þá koma keppndur frá Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð eins og síðustu ár.

Um langt skeið hefur verið keppt bæði í alpagreinum skíðaíþrótta sem og skíðagöngu, en árið 2012 var í fyrsta skipti keppt á snjóbrettum og hefur sú grein verið að eflast og stækka innan leikanna. Einnig hefur verið keppt í svokölluðum stjörnuflokki s.l. u.þ.b. 10 ár, en þar keppa fatlaðir eða hreyfihamlaðir íþróttamenn.

Nú um nokkurra ára skeið hefur 4-5 ára börnum einnig boðið að taka þátt í leikunum. Þessi börn taka þátt í leikjabraut þar sem allt snýst um að vera með og skemmta sér, en ekki að sigra. Fá allir þátttakendur í leikjabraut verðlaun fyrir þátttökuna og allir fara því brosandi heim. Í ár eru 66 börn á þessum aldri sem tóku þátt.