Sundlaugin á Sólgörðum í Fljótum hefur tekið í notkun nýja þurrgufu. Sérstakur opnunartími verður í gufunni í vetur og einnig verða kvennatímar á þriðjudögum. Þetta er frábær viðbót við laugina og pottana. Í dag, laugardaginn 3. desember er opið í lauginni frá kl. 13-17.
Opnunartími í vetur í þurrgufunni:
  • Á þriðjudögum verða sérstakir kvennatímar og er gufan þá opin  frá kl. 17:45-18:45
  • Á föstudögum er gufan opin frá kl. 20:15-21:45
  • Á laugardögum er hún opin frá kl. 13:45-16:45