Víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir á Norðurlandi. Þæfingur er á Þverárfjalli en þungfært er á Siglufjarðarvegi um Almenninga.
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi í Ólafsfjarðarmúla.
Þurrt lausasnjóflóð féll á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í hádeginu í gær, en fór ekki yfir veginn. Var það af stærðinni 1 samkvæmt mælingu veðurstofunnar.