Bæjarráð Dalvíkurbyggðar hefur tekið fyrir erindi frá þrýstihópi um gervigrasvöll á Dalvík sumarið 2013, þar sem fram kemur að stofnaður hefur verið hópur fólks til að knýja á um úrbætur í vallarmálum fyrir fótboltaiðkendur í Dalvíkurbyggð.

Markmið hópsins er að vinna að því öllum árum að settur verði gervigrasvöllur á æfingarsvæðið á Dalvík og að hann verði kominn í gagnið sumarið 2013. Fer þrýstihópurinn fram á að Dalvíkurbyggð setji gervigrasvöll á fjárhags- og framkvæmdaráætlun ársins 2013.