Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur næst við Þróttara á Ólafsfjarðarvelli laugardaginn 6. júlí kl. 16. KF hefur byrjað mótið talsvert betur en Þróttarar sem ráku þjálfarann í vikunni eftir fjögra ára starf. Með honum hættu tveir leikmenn, liðstjórnin, aðstoðarþjálfarinn, sjúkraþjálfarinn og meistaraflokksráðið. Nýji þjálfarinn, Zoran Miljkovic, ætlar sér stóra hluti með Þrótt.

KF hefur verið þekkt fyrir sterkan heimavöll og þar eru ekki auðsótt stigin. Allir á völlinn!