Þrjú tilboð bárust í skólabyggingu á Siglufirði

Í dag voru opnuð tilboð í viðbyggingu vegna stækkunar á grunnskólanum á Siglufirði við Norðurgötu.  Alls bárust þrjú tilboð í verkið.  Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 148.590.482 kr.  Engin tilboð bárust frá fyrirtækjum úr Fjallabyggð í verkið, en margir iðnaðarmenn munu vinna við byggingu Hótel Sunnu á Siglufirði næstu misseri.

 Eftirtaldir aðilar sendu inn tilboð:

  • Eykt ehf: 198.747.675 kr. (133,8%)
  • Tréverk ehf: 146.217.633 kr. (98,4%)
  • BB Byggingar ehf: 167.198.275 kr. (112,5%)

Tréverk ehf er frá Dalvík og byggðu m.a. Menningarhúsið Berg, BB Byggingar ehf er frá Akureyri og Eykt ehf eitt stærsta byggingafélag landsins frá Reykjavík.