Þrjú tilboð bárust í ræstingu í tónlistarskólanum á Siglufirði

Alls bárust þrjú tilboð þegar Fjallabyggð leitaði eftir tilboðum vegna ræstinga í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga á Siglufirði.

Guðrún Björg Elínardóttir bauð kr. 5.576.250,-, Minný ehf. bauð kr. 6.912.200,-, og Spikk&Span ehf. bauð kr. 5.450.805,-.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Spikk&Span ehf. og verður gengið frá verksamningi við fyrirtækið.