Þrjú skemmtiferðaskip og 710 farþegar koma í maí til Siglufjarðar

Von er á þremur skemmtiferðaskipum í lok maí til Siglufjarðar og alls 710 farþegum. Alls er von á 16 skipum í sumar til Siglufjarðar. Fyrsta skipið heitir MS Fram og er gert út frá Noregi. Skipið verður á Siglufirði miðvikudaginn 27. maí og stoppar í heilan dag. Skipið heldur síðan áfram til Akureyrar og Grímseyjar og stoppar hluta úr degi á þeim stöðum.

FRAM-Iceberg-580x235