Þrjú lokuð útboð vegna framkvæmda í Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt þrjú lokuð útboð vegna framkvæmda við grunnskólalóðar í Ólafsfirði, vegna malbikunar í Fjallabyggð og vegna endurbóta á fráveitukerfi í Ólafsfirði.

Útboð vegna framkvæmda við 1. áfanga grunnskólalóðarinnar á Ólafsfirði. Eftirtöldum verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Bás ehf.
Sölvi Sölvason ehf.
Smári ehf.
Árni Helgason ehf.
Magnús Þorgeirsson ehf.

 

Útboð á malbikun í Fjallabyggð 2018. Eftirtöldum yrði gefinn kostur á að bjóða í framkvæmdina:

Malbikun KM ehf.
Kraftfag ehf.
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

 

Útboð á lokaáfanga á endurbótum fráveitukerfis í Ólafsfirði. Eftirtöldum verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Árni Helgason ehf.
Bás ehf.
Smári ehf.