Þrjú látin eftir að bíll fór í sjóinn á Árskógssandi

Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti í gærkvöldi að aðilarnir þrír, maður, kona og barn, sem voru flutt á Sjúkrahús Akureyrar í gærkvöld eftir að hafa lent í bifreið sinni í sjóinn við höfnina á Árskógssandi hafa verið úrskurðuð látin.  Ekki er hægt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum Lögreglunnar á Norðurlandi eystra og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að sinni.