Þrjú hjólamót á Akureyri um verslunarmannahelgina

Um verslunarmannahelgina á Akureyri verða þrjú mót á dagskrá hjá Hjólreiðafélagi Akureyrar sem eiga það sameiginlegt að vera áhorfendavæn.  Laugardaginn 5. ágúst verður Bikarmót í Downhill í Hlíðarfjalli sem byrjar kl. 14.00.  Sunnudaginn 6. ágúst leggja hjólreiðamenn undir sig Listagilið og keppa í svokölluðum brekkusprett sem er stutt útsláttarkeppni, þar sem hjólreiðafólk tekur á öllu sínu. Í beinu framhaldi er hið margfræga Townhill eða keppni í brekkubruni, þar sem kapparnir enda á því að koma niður Kirkjutröppurnar á ógnarhraða.