Þrír nemendur úr Dalvíkurskóla greindust með covid

Í dag greindust þrír nemendur úr Dalvíkurskóla með covid en þar af var einn nemandi í sóttkví. Nemendurnir eru í 1. bekk, 3. bekk (var í sóttkví) og 5. bekk samkvæmt tilkynningu frá skólanum.
Þar sem smitrakning nær bara tvo daga aftur í tímann (laugardag og sunnudag), fer enginn frá skólans hendi í sóttkví.
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum hjá börnum sínum og ekki senda barnið í skólann ef það sýnir minnstu einkenni, þá á að fara með barnið í pcr próf.