Þrír leikir framundan hjá Blakfélagi Fjallabyggðar

Karlalið Blakfélag Fjallabyggðar leikur tvo leiki um næstkomandi helgi gegn HK-B. Leikirnir fara fram í Fjallabyggð en áhorfendur eru ekki leyfðir vegna samkomutakmarkanna. HK er með mjög sterkt lið og hefur liðið leikið 11 leiki og aðeins tapað tveimur á Íslandsmótinu og eru í 2. sæti deildarinnar. BF hefur aðeins leikið 6 leiki en á enn eftir að sækja fyrsta sigurinn.

Fyrri leikurinn verður laugardaginn 22. janúar kl. 16:00 og síðari leikurinn verður kl. 12:00 á sunnudag. BF mun reyna sýna frá leiknum á Youtube og verður hægt að finna tengil á samfélagsmiðlum.

BF tekur svo á móti KA-b, fimmtudaginn 27. janúar kl. 18:30. KA liðið er einnig mjög sterkt og eru í efsta sæti deildarinnar.