Þrír öflugir leikmenn sem léku stórt hlutverk með Dalvík/Reyni í sumar hafa nú lokið dvölinni og snúa aftur til liða sinna á Akureyri og fá leikheimild strax á nýju ári. Þetta eru þeir Sigús Fannar Gunnarsson,  Kári Gautason og Þorvaldur Daði Jónasson.  Þorvaldur fer aftur til KA en hann lék 18 leiki í deildinni í sumar og skoraði 3 mörk. Þá lék hann 5 bikarleiki í þremur keppnum fyrir Dalvík/Reyni og skoraði 2 mörk.

Kári Gautason fer aftur til KA en hann lék 21 leik í deildinni og skoraði 1 mark fyrir Dalvík/Reyni. Þá lék hann sex bikarleiki með D/R.

Sigfús fer aftur til Þórs. Hann átti líka gott tímabil fyrir D/R og skoraði 6 mörk í 21 leik í deildinni í sumar. Þá lék hann fjóra bikarleiki fyrir D/R og skoraði 1 mark.

Mikil eftirsjá eftir þessum leikmönnum en það er spurning hvort þeir komi aftur á láni á næsta ári.