Þrír knattspyrnumenn hafa fengið félagskipti frá Dalvík/Reyni. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið í litlu hlutverki hjá D/R á síðasta tímabili.
Númi Kárason er farinn til Magna og hefur þegar fengið leikheimild þar. Númi er fæddur árið 1996 og hefur leikið með D/R árið 2019. Hann lék upp yngri flokkana hjá Þór og hefur einnig áður verið á mála hjá Magna. Hann var í töluvert minna hlutverki á síðasta tímabili en árin á undan hjá D/R.
Gunnlaugur Bjarnar Baldursson er farinn í Tindastól. Hann er fæddur árið 1992 og hefur leikið síðan 2019 með D/R en þar á undan með Einherja. Hann lék aðeins einn deildarleik með D/R síðasta sumar.
Halldór Jóhannesson er farinn til Magna. Hann er fæddur árið 2000 og hefur leikið fyrir D/R síðan 2020 en kom upp yngri flokkana hjá KA.