Þrír frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar valdir í keppnisferð á vegum SKÍ

Skíðagöngunefnd Skíðasambands Íslands hefur valið hóp ungmenna til að fara í keppnisferð til Svíþjóðar. Þrír iðkendur frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar urðu fyrir valinu ásamt tveimur krökkum frá Ísafirði og einum frá Akureyri.

Þátttakendurnir frá Fjallabyggð eru, Hugŕun Pála Birnisdóttir, Jónína Kristjánsdóttir og Marinó Jóhann Sigursteinsson sem munu öll keppa í 15 -16 ára aldursflokki. Á laugardag er keppt með hefðbundinni aðferð og gengnir 5 km. Á sunnudag er svo frjáls aðferð. En klárlega er þetta mjög spennandi fyrir krakkana en mótið er mjög stórt. Sérstaklega eru margir keppendur í 21 árs og eldri og svo í 17-20 ára flokki.

Aðrir keppendur sem fara í ferðina eru, Sindri Freyr Kristinsson SKA, Elena Dís Víðisdóttir og Hákon Jónsson bæði frá Ísafirði og fararstjóri er Kristján Hauksson.