Þrír farnir frá KF og einn nýr Króati kominn

Þrír leikmenn fóru frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar áður en félagskiptaglugganum lokaði í gær.  Hrannar Snær Magnússon fæddur 2001, hann fór til KA en hann hefur leikið með þriðja flokki KF.  Tómas Veigar Eiríksson kom sem lánsmaður frá KA í mars 2017 er farinn aftur til KA.  Otto Fernando Tulinius er fæddur 1995 er farinn til Geisla, en hann kom frá Magna í mars 2017.

Þá er kominn til liðsins leikmaður frá Króatíu,  Bozo Predojevic, en hann fær leikheimild 17. maí. Hann hefur ekki leikið áður á Íslandi og er þrítugur miðjumaður.