Þrír erlendir leikmenn til KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur samið við þrjá erlenda leikmenn fyrir sumarið til að spila með liðinu í 2. deildinni.

Julio Cesar Fernandes er 25 ára framherji frá Brasilíu. Hann spilaði síðast í neðri deildum í Svíþjóð sem framliggjandi miðjumaður. Hann er fæddur árið 1996 og er aðeins 166 sm á hæð. Hann lék fyrir sænska liðið Ytterhogdals IK árið 2020 og þar áður Gefle í Svíþjóð. Árið 2019 lék hann fyrir finnska liðið IFK Mariehamn.  Hann er sagður jafnvígur á hægri og vinstri fót og verður áhugavert að sjá hvernig hann passar inn í lið KF og hvort hann muni leiða sóknarlínuna.
Symon Fabbricatore kemur frá Bandaríkjunum og er 27 ára og getur hann spilað margar mismunandi stöður á vellinum. Hann er sagður vera miðjumaður og sóknarmaður og 183 sm á hæð og fæddur árið 1995. Þá hefur hann einnig leikið sem varnarmaður síðustu árin og verið fyrirliði hjá liðinu Milwaukee Torrent.
Þá hefur Cameron Botes 27 ára varnarmaður frá Bandaríkjunum aftur samið við KF með liðinu á síðasta tímabili. Hann lék 24 leiki í deild og  bikar og skoraði 5 mörk. Hann er 198 sm á hæð og skapar alltaf hættu í föstum leikatriðum.
Umfjöllun um leiki KF í vor og sumar verða í boði Siglufjarðar apóteks sem eru aðalstyrktaraðli. Stuðningurinn gerir það  mögulegt að hafa veglegar lýsingar með öllum Lengjubikar og deildar- og bikarleikjum KF í ár.