Veltek (Heilbrigðis- og velferðarklasi Norðurlands) og Fjallabyggð sendu inn umsókn í sjóðinn Integrated Health and Care sem var samþykkt. Styrkurinn er þrjár milljónir og verður hann notaður til að halda tvær vinnustofur, greiða fyrir ferðakostnað á sýningu erlendis og til kaupa á ráðgjöf.

Vinnustofurnar munu snúa að samþættingu, sú fyrri með hagaðilum og sú síðari með öðrum sveitarfélögum þar sem sérstaklega er horft á yfirfærslugildi verkefnisins.