Þriggja hljómsveita Jólatónleikar á Kaffi Rauðku 11. des

Það verður sannkölluð tónlistarveisla á Kaffi Rauðku þann 11. desember. Þrjár öflugar hljómsveitir sameinast og syngja jólin inn fyrir Fjallbyggðinga og nærsveitarmenn.  Baggalútur, Hjálmar og Memphismafían munu stíga á stokk klukkan 21 og láta sönginn óma. Rauðkumenn hafa staðið sig gríðarlega vel að bjóða upp á úrvals tónlistarmenn og hljómsveitir á þessu ári og vonandi verður næsta ár eins öflugt.

Miðaverð er aðeins 2900 kr fyrir þessa tónlistarveislu.