Sameinaður 3. flokkur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og Dalvíkur sendi tvö lið á Greifamótið í knattspyrnu um síðastliðna helgi. Undanfarið hafa liðin verið að æfa einu sinni í viku saman og Greifamótshelgin. Alls tóku 26 leikmenn þátt á mótinu en Dalvík/KF var með A- og B-lið á mótinu.

Hvort lið spilaði 6 leiki, þar sem allir leikmenn fengu að spila mikið og sáust mörg glæsileg tilþrif hjá báðum liðum. Milli leikja nýttist tíminn til að kynnast og á laugardagskvöldinu var farið saman í bíó.

Á næstu vikunum mun hópurinn halda áfram að hittast a.m.k. einu sinni í viku og æfa saman og spila vonandi æfingaleik fljótlega.

Úrslit urðu eftirfarandi:

  • Einherji 4 – 1 Dalvík/KF
  • Dalvík/KF 0 – 1 Fjarðabyggð
  • Dalvík/KF 0 – 2 Höttur
  • Dalvík/KF 1 – 2 Þór
  • BÍ/Bolungarvík 4 – 0 Dalvík/KF
  • Dalvík/KF 2 – 3 Bí/Bolungarvík
  • Fjarðabyggð 2 – 0 Dalvík/KF
  • Kormákur/Hvöt 7 – 0 Dalvík/KF

Heimild: www.kfbolti.is