Dalvík/Reynir heimsótti Víði í Garði í dag í 8. umferð Íslandsmótsins í 3. deild karla í knattspyrnu. Sigur í þessum leik þýddi að toppsætið væri möguleiki fyrir annað hvort liðið.

Heimamenn skoruðu fyrsta markið á 17. mínútu en Dalvík jafnaði leikinn tæpum 20 mínútum síðar með marki frá Jóhanni Erni og var staðan jöfn 1-1 í hálfleik.

Víðir komst svo yfir á 59. mínútu en markið er skráð sjálfsmark á markmann Dalvíkinga. Staðan orðin 2-1 og tæpur hálftími eftir.

D/R gerði þrefalda skiptingu á 72. mínútu og settu allt kapp á að jafna leikinn.

Halldór Jóhannesson leikmaður Dalvíkur fékk svo tvö gul spjöld í uppbótartíma og þar með rautt spjald og léku gestirnir einum færri í skamma stund.

Leiknum lauk með sigri heimamanna og var þetta þriðja tap D/R í fjórum leikjum, en liðið er enn í toppbaráttunni en staðan er þétt í efrihluta deildarinnar.

Víðir skaust í toppsætið í deildinni, en enn er nokkrum leikjum ólokið í umferðinni og getur því staðan breyst.