Þrettándagleði í Fjallabyggð í dag

Árleg þrettándagleði í Fjallabyggð verður í dag þriðjudaginn 6. janúar kl. 18:00. Dagskráin hefst með blysför frá Ráðhústorginu á Siglufirði. Eru allir hvattir til að mæta í grímubúningum. Við lok brennunnar verður haldin flugeldasýning. Að því loknum verður diskó í Allanum fyrir börnin. Það er Kiwanisklúbburinn Skjöldur í samvinnu við 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar sem skipuleggur viðburðinn.