Þrettándabrenna og flugeldasýning á Siglufirði

Þrettándabrenna og flugeldasýning Kiwanisklúbbsins Skjaldar í samvinnu við Björgunarsveitina Stráka og grunnskólanemendur í Fjallabyggð verður haldinn í dag mánudaginn 8. janúar kl. 18:00.  Blysför frá Ráðhústorginu kl. 18:00 að brennu. Allir hvattir til að mæta í grímubúningum. Eftir brennu verður diskó á Rauðku fyrir börnin.