Þrennir tónleikar á Síldarminjasafninu

Í vikunni fara fram þrennir tónleikar í húsakynnum Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Á miðvikudagskvöld kl. 20:00 stendur þjóðlagasöngkonan Claire White frá Hjaltlandseyjum fyrir tónleikum í Olíutankinum. Aðgangseyrir er 1.000 kr.

Á föstudag verða opnir tónleikar í Bátahúsinu kl. 14:00. Söngkonan Mill, sem er tónlistarnemi við Listaháskóla Íslands syngur, segir sögur og svarar spurningum gesta.

Á sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní kl. 18:00 stendur Finnska þjóðlagasöngkonan Anna Fält fyrir tónleikum í Olíutankanum. Aðgangseyrir er 1.000 kr.