Þorvaldssynir ásamt hljómsveit gefa út nýtt lag

Þann 8. maí árið 2021 munu strákarnir sem komu, sáu og sigruðu Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2020 gefa út sitt fyrsta lag. Lagið heitir Aleinn á nýársdag og kemur út á öllum helstu streymisveitum. Einnig kemur út myndband við lagið sama dag. Þessir drengir hafa spilað saman í mörg ár og er loksins komið að því að þeir gefi út sitt efni.

Strákarnir hafa komið víða við og hafa meðal annars tekið þátt í Músiktilraunum og Söngkeppni Samfés. Strákarnir eiga allir heima á Siglufirði og eru nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga þar sem þeir stunda nám á tónlistarbraut skólans.

Hljómsveitina skipa:

Hörður Ingi Kristjánsson – hljómborðsleikari
Júlíus Þorvaldsson – söngvari og gítarleikari
Mikael Sigurðsson – bassaleikari
Tryggvi Þorvaldsson – söngvari og rafmagnsgítarleikari

Aðrir hljóðfæraleikarar:
Guðmann Sveinsson – rafmagnsgítar og raddir
Rodrigo dos Santos Lopes – trommur

Hægt er að fylgjast með nýjstu fréttum frá hljómsveitinni á samfélagsmiðlum.

Facebook: https://www.facebook.com/MTHJ.music
Instagram: https://www.instagram.com/mthj.music

May be an image of einn eða fleiri, sitjandi fólk, people standing og útivist