Þórs skjöldur afhjúpaður

Í tilefni 100 ára afmælis Íþróttafélagsins Þórs var afhjúpaður skjöldur á húsi númer 45 í Strandgötu (austurenda) en þar var félagið stofnað.  Það var fyrirliði Íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Þórsarinn Aron Einar Gunnarsson sem fékk þann heiður að afhjúpa skjöldinn. Aron er uppalinn í Þór.

Fjölskylda Arons Einars tengist stofnendum Þórs mjög því langafi Arons var bróðir Friðriks stofnanda Þórs og fyrsta formann félagsins. Athöfnin fór fram í hádeginu á laugardag, 6. júní síðastliðinn.

100_003