Þá er komið að hinu vinsæla þorrablóti sem ÖLLUM í Fjallabyggð er frjálst að mæta á. Nú er tækifærið að rífa sig upp úr sófanum með hækkandi sól og hitta annað fólk, taka sveiflu, kýla út vömbina og kitla hláturtaugarnar.

VIÐ ÆTLUM AÐ BLÓTA ÞORRANN Í TJARNARBORG ÓLAFSFIRÐI ÞANN 26. JANÚAR 2013, HÚSIÐ OPNAР KL. 19:00 OG BORÐHALD BYRJAR KL. 19:30.  

Á boðstólum verður náttúrulega hinn sívinsæli þorramatur með öllu tilheyrandi og frábær heimatilbúin skemmtiatriði.

HLJÓMSVEITIN TVÖFÖLD ÁHRIF SPILAR FYRIR DANSI TIL KL. 2:00.

Miðasala verður miðvikudagskv. 23.jan frá kl. 20:00 – 21:30 í Tjarnarborg. Einnig er hægt að panta miða hjá Lóu í símum 466-2668 og 847-4160, fyrir þann tíma.

 MIÐAVERР KR. 7500.-   

Ath. Við tökum ekki við kortum og það verða EKKI vínveitingar en gos verður selt á staðnum.

Nú er tími fyrir vinnustaði að þjappa sér saman og mæta með góða skapið og ný pússaða dansskóna, því munið að maður er manns gaman.

Aldurstakmark er 16 ára.

Kvenfélagið Æskan og velunnarar.