Þörf á endurbótum á leikskólanum á Siglufirði

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar fór nýverið í vettvangsferð og gerði úttekt á leikskólanum Leikskálum á Siglufirði. Í ljós kom að aðstaða barna og starfsfólks var langt frá því að vera viðunandi, en leikskólinn er þétt setinn vegna fjölgunar barna á Siglufirði.

Skólastjóra leikskólans hefur verið gert að senda skriflegan lista til nefndarinnar og forgangsraða því sem þarnast brýnna endurbóta.

Leikskálar