Þórður Birgis aftur í KF

Sóknarmaðurinn sterki, Þórður Birgisson hefur gengið aftur til liðs við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar frá ÍA. Þórður gekk til liðs við ÍA s.l. haust en er nú aftur kominn í KF. Þórður er þrítugur, spilaði 21 leik í deild og bikar fyrir KF á síðasta tímabili og gerði 19 mörk. Hann lék 9 leiki í deild og bikar fyrir ÍA og gerði 1 mark.

Hann mun sannarlega styrkja lið KF, og leikur næsta leik gegn Selfossi, þriðjudaginn 16. júlí, kl. 19:15 á Ólafsfjarðarvelli.