Laugardaginn 21. september og sunnudaginn 22. september mun Þorbergur Aðalsteinsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mæta til Húsavíkur og standa fyrir opnum handboltaæfingum fyrir börn og unglinga.  Þorbergur hefur m.a. þjálfað íslenska landsliðið, FH, Aftureldingu, Víking og um tíma í Svíþjóð.

Þorbergur tók nýverið við þjálfun 2. flokks karla hjá Víkingi samhliða því að vera aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla. Auk þess að þjálfa íslenska landsliðið hefur Þorbergur leikið 148 leiki fyrir Íslands hönd og skoraði hann í þeim 369 mörk.

Þorbergur mun einnig halda námskeið fyrir þjálfara Völsungs sem mun nýtast í starfinu til framtíðar.

Opnar æfingar verða sem hér segir:

Laugardagur 21. september

  • 12:00 – 13:00  Opin æfing  1.- 4. bekkur (æfing byrjar um 12.20)
  • 16:30 – 18:00  Opin æfing  5. – 8. bekkur

Sunnudagur 22. september

  • 12:00 – 13:30 opin æfing 9. bekkur og eldri