Þórarinn lýkur tónleikasyrpunni 40 ár – 40 tónleikar
Þórarinn Hannesson lýkur tónleikasyrpu sinni 40 ár – 40 tónleikar um helgina á Siglufirði. Hann hóf syrpunna í mars á þessu ári og hefur farið víða um Fjallabyggð og nágreni og flutt eigin lög og texta og bland við annað efni á þessum tónleikum sínum. Á þessum síðustu tónleikum stendur fyrir söfnun til styrktar ungum fjölskyldum á Siglufirði þar sem alvarleg veikindi hafa knúið dyra. Á síðustu fjórum árum hefur verið veitt um 500.000 kr. úr þessum sjóði. Fólk er hvatt til að fjölmenna á þessa tónleika hjá Þórarni og styðja við góðan málstað.
Á morgun, laugardag 22. des, verða þessir tónleikar:
- kl. 13.00 – Pósthúsið á Siglufirði
- kl. 15.00 – Ljóðasetrið á Siglufirði
- kl. 20.00 – Ljóðasetrið á Siglufirði
Á Þorláksmessu verða þrennir tónleika á Ljóðasetrinu:
- kl. 13.00 – Ljóðasetrið á Siglufirði
- kl. 15.00 – Ljóðasetrið á Siglufirði
- kl. 20.00 – Ljóðasetrið á Siglufirði