Þórarinn Hannesson verður með tónleikaröðina sína “40 ár – 40 tónleikar” í Bátahúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði, laugardaginn 18. ágúst kl. 13:00. Tónleikarnir verða í bíóskúrnum í Bátahúsinu, og eru auglýstir með skömmum fyrirvara. Íbúar Fjallabyggðar hafa ókeypis aðgang að safninu.
Þórarinn flytur aðeins eigin lagasmíðar við eigin texta og annarra í þessari tónleikaröð sinni.