Þórarinn Hannesson hefur hafið tónleikaferðina 802

Þórarinn Hannesson, bæjarlistarmaður Fjallabyggðar og forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands hefur hafið tónleikaferð sína sem hann kallar 802. Hann hélt fyrstu tónleikana í Grunnskóla Fjallabyggðar í vikunni og spilaði þar þrisvar sinnum í 30 mínútur fyrir krakkana í 1.-4. bekk við góðar undirtektir. Í gærkvöldi voru svo tónleikar á Ljóðasetrinu. Þórarinn leikur órafmagnað og aðeins eigið frumsamið efni, allur ágóði rennur til styrktar reksturs Ljóðasetrinu á Siglufirði.

Þórarinn hefur komið fram yfir 800 sinnum í 35 ár og spilað tónlist, það er því um að gera að líta á tónleika hans á næstunni, en hann ætlar að enda þá í júní á Bíldudal.

Ljóðasetur