Menningarnefnd Fjallabyggðar hefur tilnefnt Þórarin Hannesson bæjarlistamann Fjallabyggðar 2013. Þórarinn Hannesson hefur komið mikið að lista- og menningarlífi í Fjallabyggð á undanförnum árum. Hann opnaði Ljóðasetur Íslands árið 2011, hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur og er sú fjórða í skrifum, séð árlega um framkvæmd og skipulag Ljóðahátíðar, gefið út geisladiska með frumsömdu efni og hefti um siglfirskar gamansögur svo fátt eitt sé talið.

Þessa dagana er Þórarinn að vinna að nýrri ljóðabók sem kemur út eftir 10-11 mánuði, en hann segist líka vera byrjaður aftur í blakinu og stundi þess á milli skrif við blaðið Helluna og ýmsa aðra vefi. Þórarinn heldur úti skemmtilegu bloggi sem má lesa hér.

Þess má geta að Guðrún Þórisdóttir (Garún) var bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2012

Til hamingju Þórarinn.

Þórarinn Hannesson

Mynd fengin af heimasíðu Þórarins.