Þórarinn Blöndal sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Föstudaginn 3. apríl klukkan 15:00 opnar Þórarinn Blöndal myndlistarmaður sýninguna Ferðbúinn í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin verður opin laugardaginn 4. apríl og mánudaginn 6. apríl kl. 14.00 – 17.00 en stendur til 10. maí.
Fyrir réttu ári sýndi Þórarinn í 002 gallerí í Hafnarfirði og má segja að sú sýning hafi verið einskonar vegvísir að þeim leiðangri sem er nú hafinn. Í fyrsta áfanga er haldið að Alþýðuhúsinu á Siglufirði og þar verður tilgangur ferðarinnar endurmetinn.
Þórarinn Blöndal er fæddur á Akureyri 1966. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík og Rotterdam, Hollandi. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði heima og erlendis. Hann var meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri en þar er rekin Listamiðstöð í gömlu Síldarverksmiðjunni. Þar eru skipulagðar myndlistarsýningar og ásamt fjölbreyttri dagskrá viðburða.
Nánari upplýsingar um Þórarinn og verk hans er að finna á heimasíðunni thorarinnblondal.com