Þór valtaði yfir vonlausa Víkinga í kvöld

Þór 6-1 Víkingur
1-0 Ármann Pétur Ævarsson (´11)
2-0 David Diztl (´35)
3-0 David Diztl (´38)
3-1 Viktor Jónsson (´46)
4-1 Sveinn Elías Jónsson (´53)
5-1 Clark Keltie (´92)
6-1 Ragnar Haukur Hauksson (´93)

Þór og Víkingur áttust við í Pepsi deild karla í dag. Víkingar skiptu nýverið um þjálfara og var þetta fyrsti leikurinn með þeim Bjarnólfi og Tómasi Inga undir stjórn.

Þórsarar voru mun betri aðilinn í leiknum í kvöld og voru komnir í 3-0 í hálfleik. Víkingar svöruðu þá strax á 46 mínútu og staða því orðin 3-1. Sjö mínútum seinna bættu Þórsarar við marki og var það Sveinn Jónsson sem afgreiddi boltann í netið eftir hornspyrnu. Eftir þetta var leikur Víkinga mjög lélegur og gekk ekkert upp og gengu Þórsarar á lagið og bættu við tveimur mörkum rétt fyrir leikslok. Lokastaðan 6-1, stórsigur á Þórsvellinum í dag.