Þór tapaði naumlega gegn Val í dag

Þórsarar fóru tómhentir norður í dag en þeir töpuðu gegn Val á Hlíðarenda í Pepsideild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 2-1 og skoraði Kolbeinn Kárason fyrsta markið fyrir Val á 42. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik þá jafnaði Þór metin í 1-1 með marki frá Sveini Jónssyni á 69. mínútu. Valur fékk svo vítaspyrnu í blálokin og skoruðu sigurmarkið, en Rúnar Sigurjónsson gerði það. Rok og rigning og fjögur gul spjöld litu dagsins ljós á Hlíðarenda í dag.