Þórsarar tóku á móti lærisveinum Lárusar Orra Sigurðssonar í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag sem fram fór í Boganum.  Þór byrjaði leikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0  eftir aðeins ellefu mínútna leik þar sem Jóhann Þórhallsson skoraði bæði mörkin.  Mark Tubæk kom svo Þór í 3-0  eftir 22 mínútur. Eftir þetta dofnaði heldur yfir Þór og KF komst meira inn í leikinn og eftir hálftíma leik áttu KF í tvígang hættuleg skot að marki Þórs en markmaðurinn varði vel. Leikurinn jafnaðist svo aftur og fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var heldur daufari en sá fyrri en Þórsarar stjórnuðu leiknum og voru ávallt líklegri til frekari afreka. Þegar ellefu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum bættu Þórsarar við fjórða markinu og var þar  á ferð Kristinn Þór Björnsson og var markið hans einkar glæsilegt.
Þrátt fyrir yfirburði tókst Þór ekki að bæta við mörkum og 4-0 sigur staðreynd.
Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.  Myndir úr leiknum má sjá hér.