Þór tók á móti Grindavík í dag á Þórsvelli á Akureyri í efstu deild karla í knattspyrnu. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með markalausu jafntefli. 790 áhorfendur voru á vellinum og dæmdi Kristinn Jakobsson leikinn.

Þórsarar eru í 8. sætinu eftir leikinn og Grindavík í 9. sæti, bæði lið eru með 18 stig og eru rétt fyrir ofan fallsætin. Þór leikur næst við ÍBV á Hásteinsvelli þann 11. september.