Þór komnir í bikarúrslitin eftir sigur á ÍBV í kvöld

Það voru Eyjamenn sem byrjuð leikinn betur og tóku öll völd á vellinum. Það var svo gegn gangi leiksins sem Þórsarar skoruðu á 11. mínútu. Markið kom eftir langt innkast og skrifast algerlega á markmann ÍBV sem fór í ótímabært úthlaup. Eftir þetta fóru Eyjamenn sér hægt og Þór bakkaði í vörn og héldu 1-0 í hálfleik.

Þór skoraði svo aftur í seinni hálfleik eftir hornspyrnu, en mjög lélegur varnarleikur hjá ÍBV bauð upp á auðvelt mark. Þórsarar náðu að halda þessu út þrátt fyrir pressu frá ÍBV, en markmaður Þórs var maður leiksins. Áhorfendur voru 1400 og dómari leiksins var Kristinn Jakobsson

1-0 Dávid Disztl (´11)
2-0 Sveinn Elías Jónsson (´54)