Þór frá Akureyri spilar við Víking Rvk á sunnudag kl. 17

Í Pepsi deild karla á sunnudaginn spila Þórsarar við Víkinga frá Reykjavík á Þórsvelli kl. 17. Víkingar hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og tók Bjarnólfur Lárusson nýverið við þjálfun liðsins.

Fyrir þennan leik hafa Þórsarar unnið 3 leiki, gert 2 jafntefli og tapað 6 leikum og sitja í 10. sæti deildarinnar. Víkingur hefur unnið 1 leik, gert 4 jafntefli og tapað 6 leikjum og stija í 11. sæti deildarinnar.

Þórsarar unnu Keflavík í síðasta leik 2-1 en Víkingar töpuðu fyrir Fram 0-1. Þórsarar hafa samið við enskan miðjumann út þetta tímabil. Clark Keltie fæddur 1983 og er kominn með leikheimild. Hann hefur spilað með liðum eins og Darlington, Rochdale, Chester City og Lincoln.