Þjónustusamningur um bókasafn og upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Sólrún Júlíusdóttir lagði fram eftirfarandi bókun á fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 12. september:

“Undirrituð fagnar því að leitað sé leiða til að hagræða í rekstri sveitarfélagsins. Hinsvegar hefur forstöðumaður bókasafns Fjallabyggðar bent á aðra áhugaverða kosti, sem ég tel að skoða eigi betur, áður en gera á samning við Bolla og bedda ehf. Sem dæmi má nefna að ekki liggur fyrir að heimilt sé fyrir utankomandi aðila að hafa aðgang að landskerfi bókasafna (Gegni). Þá er ekki ljóst í samningnum hver beri ábyrgð á eignum bóksafnsins, þ.e. bókunum sjálfum. Þá er heldur ekki ljóst hvort Bolli og beddi ehf sé einungis kaffihús eða hvort um verður að ræða kaffihús með vínveitingaleyfi, en slíkt gengur varla með starfsemi bóksafns, þar sem viðskiptavinir bókasafnsins eru að miklu leyti undir lögaldri.”

 

Heimild: www.fjallabyggd.is