Þjóðlistahátíðin Vaka

Þjóðlistahátíðin Vaka verður haldin dagana 19.–21. maí í Þingeyjarsýslu og 23– 27. maí á Akureyri. Einstakt tækifæri til að kynnast hefðbundinni tónlist frá Skotlandi, Írlandi, Englandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi og Íslandi.  Í boði verða keltnest og ensk þjóðlög, fjörug danslög, tvísöngur, ballöður og íslenskur kveðskapur.  Tónlist leikin á langspil, fiðlur, sello, írskar flautur, írskar sekkjapípur, harmónikur, klarinett og hurdy-gurdy. Hljófæraleikur, söngur og dans frá morgni til kvölds.

Dagskrá hátíðarinnar ásamt upplýsingum um miðaverð má sjá á  www.vakafolk.is.