Þjóðleikhúsið sýnir í Menningarhúsinu Miðgarði

Þjóðleikhúsið mun sýna leiksýninguna Maður sem heitir Ove í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð laugardaginn 25. mars næstkomandi. Siggi Sigurjóns fer á kostum sem hinn geðstirði Ove og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda fyrir frammistöðu sína. Sýningin hefur slegið í gegn í Reykjavík og verður sýningin í Miðgarði fimmtugasta sýningin!