Þjóðlagahátíðin hefst í dag á Siglufirði
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst í dag og lýkur á sunnudaginn. Dagskráin byrjar með viðburði í tanki Síldarminjasafnsins kl. 17:00. Tveir viðburðir verða í Siglufjarðarkirkju kl. 20:00 og 23:00. Klukkan 21:30 er svo viðburður í bátahúsi Síldarminjasafnsins. Hægt er að kaupa tónleikapassa, eða staka miða á einastaka viðburði. Börn yngri en 15 ára fá frítt á alla tónleika.
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ
17.00 LÝSISTANKURINN Á SÍLDARMINJASAFNINU Á SIGLUFIRÐI
- Vin í eyðimörkinni (Keitaat/Oases)
- Innsetning í krafti tónlistar og nýmiðla
- Amanda Kauranne söngur, Finnlandi
- Mikko H. Haapoja myndasmiður og lýruleikari, Finnlandi
- Sýningin verður opin alla þjóðlagahátíðina
20.00 SIGLUFJARÐARKIRKJA
- Stúlkan á heiðinni – Tónlist eftir Grieg
- Svafa Þórhallsdóttir söngur
- Ella Vala Ármannsdóttir horn
- Sandra Mogensen píanó
21:30 BÁTAHÚSIÐ – HYVÄ TRIO, FINNLAND
- Finnsk þjóðlagatónlist og frumsamið efni
- Amanda Kauranne söngur
- Ulla-Sisko Jauhiainen kantele
- Elina Lappalainen kontrabassi
23:00 SIGLUFJARÐARKIRKJA – SOPHIE OG FIACHRA, KANADA
- Írsk þjóðlagatónlist meðal innflytjenda í Kanada
- Fiachra O’Regan flautur
- Sophie Lavoie fiðla og söngur