Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst á morgun 6. júlí.  Viðburðir verða í Siglufjarðarkirkju og í Bátahúsi Síldarminjasafnsins þennan fyrsta dag hátíðarinnar.  Hægt er að kaupa hátíðarpassa, dagpassa, miða á staka viðburði og hjónapassa, sem sagt mjög fjölbreytt miðaval. Miðasala er á midi.is.

Miðvikudagur 6. júlí 2016

 
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
  • Mitt er þitt
  • Baskneskir og spænskir söngvar
  • Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sópran og Francisco Javier Jáuregui gítar
 
Bátahúsið kl. 21.30
  • Ó mín flaskan fríða
  • Tvísöngur og tvíræðar vísur
  • Frumflutt ný verk eftir Guðrúnu Ingimundardóttur og Nils  Økland
  • Sigrun Eng sellóleikari
  • Svanfríður Halldórsdóttir kvæðakona
  • Guðrún Ingimundardóttir kvæðakona
  • Örlygur Kristfinnsson kvæðamaður
  • Gústaf Daníelsson kvæðamaður
 
Siglufjarðarkirkja kl. 23.00
  • Samtímahljóð og sögur
    Urbaani ääni
    Tytti Arola söngur, fiðla
  • Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir söngur, píanó, klarinett
  • Sigurður Ingi Einarsson slagverk

Web_TOP_2016_750x320px_08062016_1